Nýjast á Local Suðurnes

Tekur að hvessa hressilega um hádegisbil – Akstursskilyrði geta orðið erfið

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón, en gert er ráð fyrir að það taki að hvessa frekar hressilega um hádegisbilið í dag og er gert ráð fyrir að vindhraði geti náð allt að 23 m/s. Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir Suðurland og Faxaflóa.

Þá er líklegt að skyggni verði takmarkað eða lélegt á köflum og akstursskilyrði geta verið erfið, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðri og færð á vegum hyggi það á ferðalög.