Nýjast á Local Suðurnes

Töpuðu stigahandriðum – Fundarlaun í boði

Dökkgrá stigahandriði töpuðust á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara um klukkan 14 mánudaginn 22. október síðastliðinn. Verið var að flytja þau til Reykjanesbæjar þegar þau losnuðu af án þess að ökumaður yrði þess var.

Sjónarvottur að atvikinu lét vita af handriðunum þar sem þau voru úti í kanti, en þegar vitja átti um handriðin var búið að fjarlægja þau.

Umrædd stigahandriði voru sérsmíði og koma engum að notum öðrum en þeim sem þau voru smíðuð fyrir.

Þeir sem vita um handriðin eru beðnir um að hafa samband við Jón Óskar í síma 864 9329 eða Halldór í sím 892 2735. Fundarlaun eru í boði.