Nýjast á Local Suðurnes

Óli Gott handtekinn á flótta undan lögreglu – “Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér”

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sagði frá baráttu sinni við fíkniefnadjöfulinn, sem hefur fylgt honum í áraraðir, í útvarspþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ólafur segist hafa náð botninum á dögunum, en hann var handtekinn eftir að hafa flúið lögreglu, í íbúðahverfi, með ungan son sinn í bílnum.

Ólafur ræðir hreinskilnislega um eltingaleikinn við lögregluna í viðtalinu og segir meðal annars að á mánudagsmorgninum hafi hann ætlað að koma syni sínum á leikskóla og farið að útrétta í Keflavík, ná í einhverjar vörur.

„Ég kem svo heim um hálf ellefu, ellefuleytið. Þá eru krakkarnir bara frammi að leika. Snjólaug kemur þá fram og spyr af hverju Þór sé ekki farinn á leikskólann. Þetta var fyrsti dagur eftir sumarfrí. Ég segi þá „Nei, nei, ég er að fara með hann.“ Hún segir nei, og að Emelía geti labbað með hann. Það er rigning þennan dag, þetta er mánudagurinn fyrir verslunarmannahelgi. Ég tók af skarið og tók drenginn með mér út í bíl. Leikskólinn er í einhverri 700 metra fjarlægð frá húsinu, fimm beygjur og við erum mætt. Á leiðinni sér lögreglan mig og er þá búin að fá tilkynningu frá aðila í Keflavík að það gæti eitthvað verið að honum Óla. Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“

Lögreglan heldur svo áfram að elta Ólaf, keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.