Keflavíkurflugvöllur hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Keflavíkurflugvöllur er á meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum stærðarflokki (5-15 milljónir árlegra farþega) hvað varðar þjónustugæði. Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegrar þjónustukönnunar sem framkvæmd er á helstu flugvöllum heims á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI).
Keflavíkurflugvöllur hefur verið á meðal þátttakenda í könnunum ACI frá árinu 2004 og hefur alla tíð verið ofarlega á evrópska listanum, sem telur yfir 100 flugvelli vítt og breitt um álfuna. Nú er ljóst að Keflavíkurflugvöllur er einn af þeim átta sem fá hæsta meðaleinkunn í könnuninni og hlýtur því sérstaka viðurkenningu ACI fyrir þjónustugæði.
Aðrir sem hljóta viðurkenningu í sama flokki eru flugvellirnir í Björgvin í Noregi, Izmir í Tyrklandi, Sochi í Rússlandi, Luqa á Möltu, Newcastle á Englandi og Porto flugvöllur í Portúgal.
Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality programme (ASQ), er virtasta og marktækasta mælingin sem gerð er á þjónustugæðum flugvalla. Við framkvæmd hennar eru farþegar á flugvöllum um allan heim spurðir staðlaðra spurninga um 34 þjónustuþætti. Því er um samræmdan og yfirgripsmikinn samanburð að ræða, bæði á milli flugvalla og á milli ára. K
er framkvæmd á 356 flugvöllum um allan heim, þar af 115 í Evrópu. Í flokki Keflavíkurflugvallar, evrópskra flugvalla með 5-15 milljónir árlegra farþega, eru 37 þátttakendur.