Nýjast á Local Suðurnes

Unnið að því að koma starfsfólki af jarðskjálftasvæði – Líklegt að Reykjanesbraut verði lokað

Mynd: Visit Reykjanes

Mikið af fólki á veg­um Veður­stof­unn­ar og al­manna­varna er á jarðskjálftasvæðinu við Keili og Fagradalsfjall í vett­vangs­vinnu og er unnið að því að koma því í burtu.

Þetta kemur fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum, í samtali við mbl.is. Hann hvet­ur al­menn­ing til að fara alls ekki á svæðið. „Við þurf­um vinnufrið á svæðinu,“ seg­ir hann.

Víðir seg­ir að miðað við viðbragðsáætl­un sé lík­legt að Kefla­vík­ur­vegi verði lokað ef gos hefj­ist, en að miðað við hvar óróa­púls­inn mæl­ist sé ekki lík­legt að það verði í lang­an tíma.