Nýjast á Local Suðurnes

Áfram fremur milt veður en útlit fyrir rigningu eða súld

Veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands spá austan hvassviðri syðst á landinu í dag, en 8-13 m/s annarsstaðar um landið sunnan- og vestanvert. Búast má við suðlægari vindi í nótt, 5-10 m/s en gengur í 10-18 við suðurströndina.

Á morgun á að vera skýjað og einnig dálítil rigning með köflum, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig að deginum. Útlit er fyrir lægðagang eftir helgi, en þó ekki djúpar lægðir og því verður ekki mjög hvass vindur. Rigning eða súld á köflum í flestum landshlutum en þurrt og jafnvel bjart þess á milli. Áfram fremur milt í veðri, segir í hugleiðingum veðurfræðings.