Nýjast á Local Suðurnes

Hnífjafnt í “Lemon Classico” – Haukur Helgi og Maggi Gunn átu á sig gat

Magnús, til hæri á myndinni, hefur átt afar farsælan feril

Leikurinn sem allir körfuknattleiksáhugamenn hafa beðið eftir, hinn svokallaði “El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendana Keflavíkur og Njarðvíkur fer fram í kvöld í TM-Höllinni í Keflavík klukkan 19:15. Fyrri leik liðanna í deildinni sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík lauk með tíu stiga sigri Keflvíkinga, 84-94.

Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum.

snap kef nja korfubolti

Keflvíkingar hafa verið duglegir við að skjóta á Njarðvíkinga á Snapchatinu – Mynd: Karfan.is

 

Hnífjafnt í “Lemon Classico”

Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík gerði á dögunum styrktarsamninga við bæði lið og því var tilvalið að fá tvo af lykilmönnum liðanna, Njarðvíkinginn Hauk Helga Pálsson og Keflvíkinginn Magnús Gunnarsson í heimsókn á staðinn til þátttöku í “Lemon Classico” kappáts- og spurningarkeppni erkifjendanna.

haukur magnus karfa

Haukur Helgi og Magnús virða fyrir sér matseðilinn fyrir kappátið

Þeir Haukur og Magnús hófu “Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús, kapparnir tóku hraustlega til matarins og eftir spennandi keppni var það Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur í fyrstu lotu, hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur.

Saddir og sælir komu strákarnir sér fyrir í þægilegum sófum staðarins, ljósin voru dimmuð og ljúfir tónar hljómuðu í bakgrunni –  Allt var klárt fyrir spurningarkeppni “Lemon Classico.”

Athyglisvert: Ertu með góða viðskiptahugmynd? Ertu búinn að sækja um?

Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0.

“Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld.

Mætast í fyrsta sinn á vellinum í kvöld

Haukur Helgi og Magnús hafa ekki áður mæst í leik, enda er þetta fyrsta tímabil Hauks Helga í úrvalsdeild hér á landi, en hann hélt erlendis í atvinnumennsku eftir að hafa átt stórann þátt í að koma Fjölni upp í efstu deild. Magnús segist vera fullur tilhlökkunar fyrir leikinn í kvöld.

“Ég hef aldrei mætt Hauki Helga á vellinum og er því gríðarlega spenntur fyrir þessa rimmu.” Sagði Magnús.

haukur magnus karfa2

Það fór vel á með þeim Magnúsi og Hauki á Lemon í gærkvöldi – Það verður væntanlega annað upp á teningnum í kvöld

Haukur Helgi tók í sama streng, enda er þetta fyrsti “El Classico” leikur Hauks sem segir ekkert annað en sigur koma til greina.

“Þetta er náttúrulega minn fyrsti “El Classico” leikur og ég finn að að það er allt öðruvísi andrúmsloft fyrir þennan leik, mikil spenna í loftinu, sem ég hef ekki upplifað áður.” Segir Haukur.

Aðspurður segist hann undirbúa sig eins og fyrir alla aðra leiki en hann segir að Njarðvíkingar muni koma dýrvitlausir til leiks.

“Við höfum harma að hefna, því Keflvíkingar tóku okkur síðast, þannig að við mætum dýrvitlausir í þennan leik og það kemur ekkert annað en sigur til greina.” Segir Haukur.

Magnús er á sömu skoðun og Haukur, menn undirbúa sig á sama hátt fyrir alla leiki og hann er sammála því að spennan fyrir leikinn í kvöld sé í hámarki.

“Búningsklefinn er einhvernveginn hrikalega peppaður og menn komnir í meira svona “Beast mode”. Við erum ekkert að mæta í þennan leik nema bara til að vinna” Segir Magnús.

Þeir Magnús og Haukur voru einnig sammála um það að það tæki lengri tíma að jafna sig eftir tap í svona rimmu. Venjulega yrðu menn orðnir góðir daginn eftir en eftir leiki þessara liða væru menn 1-2 daga að jafna sig, það er ef menn eru í tapliði.

haukur magnus karfa3

Strákarnir kláruðu stóra samloku og stóran djús á met tíma

haukur djus

Það var tekið hraustlega á því í kappátinu

maggi samloka

Ein samloka vefst ekki fyrir Magnúsi – Þó hún sé í stærri kantinum

maggi spurn

Magnús einbeittur á svip í spurningakeppninni

haukur hilmar

Haukur Helgi einbeittur á svip – Flestir þeir atburðir úr sögu félaganna sem spurt var um gerðust áratugum áður en hann fæddist….