Nýjast á Local Suðurnes

Vilja setja upp eftirlitsmyndavélar við innkomuna í Garð

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs tók fyrir minnisblað bæjarstjóra varðandi uppsetningu eftirlitsmyndavéla við innkomuna í sveitarfélagið. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að starfsmenn sveitarfélagsins hafi þegar fundað með fulltrúum Securitas, varðandi hugmyndina, sem er í vinnslu.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðsins og leggja tillögu fyrir bæjarráð um framhald málsins.