Nýjast á Local Suðurnes

Krapi og hálkublettir á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi

Hálkublettir, krapi og snjókoma eru á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og á Suðurnesjum, en annars eru vegir að mestu auðir í öllum landshlutum, þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þetta stafar af hægfara kuldaskilum sem nú ganga yfir suðvestanvert landið, en búist er við að snjókaman standi til kvölds samkvæmt vef Veðurstofunnar.