Nýjast á Local Suðurnes

Gorilla mætt á Hafnargötu

Nýr veitingavagn, Górilla, hefur opnað í Reykjanesbæ. Vagninn, sem er í eigu hjónakornanna Ásu Fossdal og Reynis Þórs Róbertssonar, er staðsettur við Hafnargötu 44.  

Matseðilinn er veglegur, en sem stendur eru hamborgarar, vefjur og kjúklingur í boði auk hins klassíska fish & chips. Í umfjöllun Veitingageirinn.is um hinn nýja veitingavagn segir þó að matseðilinn geti tekið breytingum á meðan eigendur eru að fínpússa allt til og sjá hvað fólk vill.

Flott útisvæði er við vagninn þar sem komið hefur verið fyrir borðum, þannig að mögulegt er að snæða á staðnum án vandkvæða þegar veður leyfir. Þá eru næg bílastæði á svæðinu við vagninn.

Sem stendur er vagninn opinn alla daga frá klukkan 11:30 til 14 og 17 til 21.