Nýjast á Local Suðurnes

Aðdáendur OMAM með í nýju myndbandi við lagið Empire

Við greindum frá því í lok júlí að hljómsveitin Of Monsters And Men stæði fyrir myndbandasamkeppni á meðal aðdáenda sinna, keppnin fór þannig fram að fólki var boðið að senda inn textamyndband við lagið Empire og eiga þannig möguleika á að verða þátttakendur í nýju myndbandi við lagið.

Hljómsveitin sem hefur verið í fríi eftir að hafa komið fram á tvennum tónleikum í Hörpu hefur nú birt myndbandið á Facebook-síðu sinni en þar segir að viðtökurnar hafi verið mun betri en hljómsveitin þorði að vona. Myndbandið má finna hér fyrir neðan.