Tvær rótgrónar fiskvinnslur sameinast
Eigendur tveggja rótgróinna fiskvinnsla í Suðurnesjabæ, Fiskverkun Ásbergs og Flatfisks, hafa komist að samkomulagi um að sameina rekstur félaganna. Mun starfsemi hins sameinaða félags verða rekin í húsnæði Fiskverkunar Ásbergs og undir merkjum þess félags. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.
Öllum starfsmönnum Flatfisks mun verða boðið að vinna hjá hinu sameinaða félagi, en samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins á viðskiptunum.
Fiskverkun Ásbergs er dótturfélag útgerðarfélagsins Nesfisks. Elfar Bergþórsson og Björgvin Ólafur Gunnarsson eiga Flatfisk til helminga.