Gjaldtaka í strætó hefst í janúar – Hér finnurðu lista yfir sölustaði og tímatöflu

Reykjanesbær hefur ákveðið að hefja gjaldtöku í strætó frá 1. janúar 2018. Gjaldtaka fer fram í formi árskorta en einnig verður hægt að kaupa einstaka ferðir um borð í strætó.
Verðskrá árskorta er sem hér segir:
- Almennt kort 5000 kr.
- Börn 6-18 ára 2000 kr.
- Aldraðir og öryrkjar 2000 kr.
- Einstök ferð 300 kr. (hvorki skiptimynt né skiptimiðar í strætisvögnum)
Sala árskorta 2018 hófst þann 1. desember síðastliðinn og er hægt að kaupa kort á eftirtöldum stöðum:
- Bókasafni Reykjanesbæjar
- Sundmiðstöð við Sunnubraut
- Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
- Rokksafni Íslands í Hljómahöll
- Upplýsingarmiðstöð ferðamanna í DUUS Safnahúsum
Hér eru tímatöflur og leiðarkerfi