Nýjast á Local Suðurnes

1554 fengið mataraðstoð á tveimur mánuðum

Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ afgreiddi mataraðstoð til 888 heimila frá 15. apríl til 1. júlí 2020. Í júní mánuði afgreiddu sjálfboðaliðar á Reykjanesi að meðaltali alla virka daga mataraðstoð til 30 heimila.

Fjöldi einstaklinga sem nutu aðstoðarinnar í heildina á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum á umræddu tímabili eru um og yfir 5000 þúsund, þar af voru 1554 talsins á Suðurnesjum, segir á Facebook-síðu Fjölskylduhjálpar.