Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaliðin leika í kvennakörfunni í kvöld – Jón Jónsson hitar upp í Njarðvík

Njarðvíkurstelpur taka á móti Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Þetta er þriðji leikur liðsins í vikunni, en stelpurnar hafa unnið einn og tapað einum. Stjörnustúlkur hafa hinsvegar unnið báða leiki sína til þessa.

Njarðvíkingar búast við miklum fjölda fólks á leikinn í kvöld, þar sem allar stúlkur sem æfa með yngri flokkum félagsins hafa verið boðaðar á leikinn, þær munu mynda skjaldborg í kringum völlinn í upphitun en Njarðvík á ansi marga iðkenndur í kvenna flokkum félagsins.

Þá er í gangi svokölluð Vinavika hjá Njarðvíkingum, þar sem starfsemi yngri flokka félagsins hefur verið kynnt fyrir nýjum iðkendum og af því tilefni mun stórsöngvarinn Jón Jónsson taka nokkur lög í íþróttamiðstöð Njarðvíkur og hefst sú dagskrá klukkan 17.

Keflavík og Grindavík verða einnig á ferðinni í kvennaboltanum í kvöld, Keflvíkingar taka á móti Haukum í TM höllinni og Grindvíkingar sækja Skallagrím heim í Borgarnes. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.