Nýjast á Local Suðurnes

Frítt á leik Keflavíkur og FSu í kvöld

Selfyssingar heimsækja Keflavík í TM-höllina í kvöld klukkan 19:15. Veturinn er búinn að vera skemmtilegur og stuðningsmenn hafa mætt vel á völlinn, en okkur hefur tekist að hafa frítt á alla heimaleiki vetrarins í samstarfi við frábæra styrkaraðila okkar, segir á heimasíðu Kkd. Keflavíkur.

Körfuknattleiksdeildin hefur því ákveðið að bjóða sjálf á leikinn gegn FSu og vonast til að sjá sem flesta í TM höllinni.

Hamborgararnir verða á sínum stað og því þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af föstudagssteikinni þetta kvöldið, segir einnig á heimasíðunni.