Nýjast á Local Suðurnes

Slökkviliðið skellti upp skautasvelli

Slökkviliðsmenn í Grindavík útbjuggu skautasvell við Austurveg í Grindavík í morgun.

Slökkviliðsmenn bleyttu í svokölluðu rollutúni í tilraun til þess að útbúa skautasvell. Tilraunin virðist hafa tekist og börn og fullorðnir geta nú tekið fram skautana og leikið sér í góða veðrinu.