Nýjast á Local Suðurnes

Þórsarar mæta í Ljónagryfjuna í kvöld

Þór Þorlákshöfn lítur við í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld, en um er að ræða síðasta leikinn í Dominos-deild karla fyrir Maltbikarhlé.

Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs úr Þorlákshöfn mun stjórna sínu liði í kvöld, en með honum í för verða þrír uppaldir Njarðvíkingar sem nú leika með Þórsurum, Ólafur Helgi Jónsson, Óli Ragnar Alexandersson og Adam Eiður Ásgeirsson.