Nýjast á Local Suðurnes

Heimilt að skoða gosið á ný

Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur.

Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00.

Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.