Nýjast á Local Suðurnes

Skólamatur fæðir nema á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnesbær hefur samið við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Seltjarnarness, en þar kemur einnig fram að samið hafi verið við fyrirtækið í kjölfar útboðs. Þá kemur fram að ráðast þurfi í skipulagsbreytingar varðandi starfsmannamál á rekstri mötuneytisins áður en fyrirtækið tekur við starfseminni.