Nýjast á Local Suðurnes

Samið um starfslok við Helga – Þórður tekur við forstjórastarfinu hjá United Silicon

Mynd: United Silicon - Helgi er lengst til hægri á myndinni og þórður lengs til vinstri

Stjórn United Silicon hefur gert starfslokasamning  við Helga Þórhallsson, sem tók við stöðu forstjóra fyrirtækisins í apríl 2015 og ráðið Þórð Magnússon sem forstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en Suðurnes.net hafði áður greint frá því að skipt yrði um forstjóra hjá fyrirtækinu.

Þórður útskrifaðist sem eðlisfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996 og sem doktor í efnisfræði (e. Material Science) frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) árið 2000. Þórður gegndi áður stöðu framleiðslustjóra í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þórður hefur að undanförnu gegnt stöðu aðstoðarforstjóra United Silicon.