Nýjast á Local Suðurnes

Þrír farþegar Air Berlin urðu eftir á Íslandi – Skulda umtalsverðar upphæðir

Allir nema þrír farþegar flug­fé­lags­ins Air Berl­in, sem áttu bókað flug með vél fé­lags­ins sem var kyrr­sett á Kefla­víkurflugvelli í gærkvöldi, þáðu boð um ferð með ann­arri vél fé­lags­ins sem var á leið til Berlínar, Kyrrsetta vélin var aftur á móti á leið til Düs­seldorf. Flugfélagið útvegaði farþegunum sem eftir urðu á landinu gistingu.

Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is um málið. Þar kemur einnig fram að flugfélagið skuldi Isavia umtalsverðar upphæðir að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia.

„Við vilj­um ekki fara út í viðskipta­stöðu viðskipta­vina okk­ar al­mennt. Þetta eru um­tals­verðar upp­hæðir og við fær­um ekki út í svona neyðarúr­ræði nema um háar upp­hæðir sé að ræða og við telj­um ekki mikl­ar lík­ur á því að það komi greiðsla,“ sagði Guðni við mbl.is.