Nýjast á Local Suðurnes

Flugvél snúið við eftir að farþegi lét ófriðlega

Flug­vél Air Baltic á leið til Riga, höfuðborg­ar Lett­lands, var snúið við eft­ir flug­tak á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær og lenti þar á fimmta tím­an­um.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um var vél­inni snúið við vegna farþega sem lét ófriðlega og ógnaði ör­yggi um borð.

Farþeg­inn var hand­tek­inn við kom­una aft­ur til Kefla­vík­ur en er ekki leng­ur í haldi lög­regl­unn­ar, segir í frétt mbl.is af málinu.