Nýjast á Local Suðurnes

Setja upp skautasvell í skrúðgarði

Tillögu um að setja upp skautasvell í skrúðgarðinum í Keflavík hefur verið vel tekið í þeim nefndum sveitarfélagsins sem hún hefur verið rædd og verður væntanlega að veruleika í tengslum við Aðventugarðinn.

Í hugmyndasöfnun sem fór fram á íbúavefnum Betri Reykjanesbær kom tillaga um að gera skrúðgarðinn að ævintýralegu leiksvæði fékk hugmyndin um skautasvell flest atkvæði. Til stendur að tengja þessa hugmynd við verkefnið Aðventugarðurinn, segir í fundargerð.

Erindið var lagt fyrir framtíðarnefnd sem hefur samþykkt að kostnaður vegna kaupa á búnaði fyrir skautasvell verði tekin af fjárveitingum vegna hugmyndasöfnunar á Betri Reykjanesbæ.