Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már valinn leikmaður vikunnar – Með flestar stoðsendingar í deildinni

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var valinn leikmaður vikunnar í Sunshine State deildinni í bandaríska háskólaboltanum í körfuknattleik. Elvar Már átti stórleik með liði Barry háskóla á laugardag þar sem hann skoraði 30 stig gegn liði Eckerd.

Þetta er í fyrsta sinn sem Elvar Már er valinn leikmaður vikunnar, en hann er nú á sínu þriðja ári í bandaríska háskólaboltanum. Elvar Már er sem stendur með flestar stoðsendingar í SSC deildinni, og í fimmta sæti á landsvísu, með 7,7 slíkar í leik. Þá hefur kappinn bætt sig töluvert í stigaskorun, en hann er með 15,2 stig að meðaltali í leik.