Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már með stórleik – Sjáðu sturlaðar stoðsendingar og magnaðar körfur!

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans, Barry, lagði Eckerd að velli í bandaríska háskólaboltanum á laugardagskvöld. Elvar Már skoraði 30 stig, sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik síðan hann gekk til liðs við Barry háskóla.

Elvar Már var með um 90% skotnýtingu í fyrri hálfleik, en í honum skoraði kappinn 17 stig.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá nokkur augnablik úr leiknum, þar á meðal glæsilegar stoðsendingar og flottar körfur frá Njarðvíkingnum unga.