Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már íþróttamaður ársins hjá Barry háskóla

Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson var í gær valinn íþróttamaður ársins hjá Barry háskóla í Bandaríkjunum. Elvar Már hefur átt frábær tímabil með körfuknattleiksliði skólans og hefur meðal annars verið valinn leikmaður Sunshine-deildarinnar tvö ár í röð.

Elvar Már, sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga frá því að hann hóf nám við Barry háskóla, skoraði 19,8 stig að meðaltali í leik á tímabilinu auk þess að gefa 7,1 stoðsendingu. Þá var Elvar Már valinn í lið ársins.