Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már nálægt því að slá 17 ára gamalt skólamet – Skoraði 43 stig gegn Tampa

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var aðeins fimm stigum frá því að bæta 17 ára gamalt skólamet Barry háskóla í stigaskori þegar kappinn skoraði 43 stig í tvíframlengdum sigurleik, 107-103, gegn Tampa í Bandaríska Háskólaboltanum.

Elvar Már var allt í öllu hjá Barry í leiknum, en hann knúði meðal annars fram fyrri framlenginguna með því að skora mikilvæga þriggja stiga körfu og nýta tvö vítaskot á síðustu sekúndum leiksins.

Elvar hefur með þessari stigaskorun komið meðaltainu upp í 21,5 stig í leik, en hann var með um 17 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili.