Nýjast á Local Suðurnes

Atkinson klár í slaginn – “Gleðitíðindi að fá þennan mikla baráttujaxl aftur”

Jeremy Atkinson verður klár í slaginn með Njarðvíkingum í næsta leik liðsins, sem verður gegn Haukum í Dominos-deildinni á miðvikudagskvöld. Í tilkynningu frá Njarðvíkingum segir að það séu gleðitíðindi að fá þennan mikla baráttujaxl aftur inn í klúbbinn.

Eins og fram hefur komið hefur eitthvað skort af sentimetrum í liðinu okkar og þó Atkinson sé ekki margra metra maður þá er hann hrikalega sterkur og mikill og góður karakter inn í hópinn. Segir einnig í tilkynningu Njarðvíkinga.