Nýjast á Local Suðurnes

Öruggur Stjörnusigur í Njarðvík – Oddaleikur í Garðabæ

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Njarðvík tapaði gegn Stjörnunni í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi, 83-68. Með sigrinum náðu Stjörnumenn að jafna stöðuna í ein­vígi liðanna í 2-2, en odda­leik­ur liðanna fer fram á fimmtu­dag í Garðabæ.

Gest­irn­ir úr Garðabæ voru með fín tök á leiknum frá upphafi og áttu Njarðvíkingar fá svör við flottum varnarleik liðsins. Þegar fyrri hálfleik var lokið höfðu Stjörnu­menn sjö stiga for­ystu, 33-40.

Síðari hálfleikur var á svipuðum nótum, gest­irn­ir úr Garðabæ með for­ystu sem heima­menn reyndu að minnka, en alltaf þegar þeir nálguðust þá gáfu Stjörnumenn í. Njarðvík náði að minnka mun­inn niður í fjög­ur stig en sem fyrr gáfu Stjörnumenn í og höfðu að lok­um ör­ugg­an sigur, 68-83.

Odd­ur Rún­ar Kristjáns­son skoraði 18 stig fyrir heimamenn, Jeremy Martez Atkin­son 17 og Hauk­ur Helgi Páls­son 13. Logi Gunnarsson kom inn í lið Njarðvíkur á ný eftir að hafa verið frá vegna handarbrots og skoraði 7 stig.