Nýjast á Local Suðurnes

Eyjamenn þakklátir – Dómarar gáfu dómaratreyjur

Handboltadómararnir Gísli Jóhannssson og Hafsteinn Ingibergson dæmdu leiki hjá meistaraflokkum ÍBV í karla og kvennaflokki fyrir stuttu. Þeir félagar komu ekki tómhentir til Eyja heldur voru þeir með sitthvora dómaratreyjuna sem þeir gáfu tveimur félagsmönnum ÍBV þeim Júlíönu Silfá og Guðna Davíð.

Þau voru að sjálfsögðu alsæl með gjöfina, eins og sjá má á myndinnni sem var tekin af þeim með dómurunum eftir leikina.