Nýjast á Local Suðurnes

Þrír öflugir knattspyrnumenn ganga til liðs við Njarðvíkinga

Þrír leikmenn bæsttust í leikmannahóp meistaraflokks Njarðvíkur á föstudag. Fyrstan er að telja Árna Þór Ármannsson en hann þekkja stuðningsmenn Njarðvíkinga vel, en Árni hefur frá árinu 2005 leikið yfir 200 leiki með meistaraflokki. Árni Þór skipti yfir í Víði haustið 2013 og var þar spilandi aðstoðarþjálfari.

Stefán Guðberg Sigurjónsson kemur frá Keflavík en hann skipti frá Njarðvík í fyrra vetur og var varamarkvörður síðastliðið sumar hjá Keflavík.

Gunnar Bent Helgason er tvítugur sóknarmaður sem kemur frá Haukum en hann hefur æft með Njarðvíkingum að undanförnu.