Nýjast á Local Suðurnes

B-lið Njarðvíkur mætir Skallagrími í bikarnum – Með um 200 landsleiki að baki

B-lið Njarðvíkur mun etja kappi við fyrstu deildar lið Skallagríms í 32ja liða úrslitum Maltbikarkeppninnar í körfuknattleik. Leikurinn fer fram á heimavelli þeirra B-manna, Ljónagryfjunni í Njarðvík á fimmtudaginn klukkan 19:15.

Njarðvík B mun að venju vera vel mannað og í tilkynningu kemur fram að gríðarleg reynsla leynist í leikmannahópnum að þessu sinni. Leikmenn B-liðsins munu hafa leikið hátt í 200 A-landsleiki undanfarna áratugi auk þess eru um borð leikmenn sem hafa unnið fjölda þriggja stiga keppna í gegnum tíðna, en sú  reynsla mun án efa koma liðinu til góða í leiknum á fimmtudag. Þá er ljóst að B-liðsmenn munu gefa allt í verkefnið og skemmta áhorfendum vel.

B-lið Njarðvíkur kom á óvart í bikarkeppninni árið 2015, en þá komst liðið alla leið í 8-liða úrslit, þar sem það tapaði naumlega, með nokkura tuga stiga mun, gegn firnasterku liðið Keflavíkur.