Nýjast á Local Suðurnes

Þriggja ára barn brenndist illa á fótum

Sjúkralið og lögregla á Suðurnesjum voru kölluð til rétt í þessu vegna þriggja ára barns sem brenndist illa á fótum eftir að hafa fengið yfir sig heitan vökva. Í færslu lögreglu á Twitter kemur fram að verkefnið sé í forgangi 1.

Þetta kemur fram á Twitterreikningi lögreglunnar á Suðurnesjum, en nú stendur yfir Twittermaraþon nokkurra lögregluembætta á landinu, hvar gert er grein fyrir öllum útköllum lögreglu næstu klukkustundirnar. Hægt er að fylgjast með þeim verkefnum sem lögreglan tekur sér fyrir hendur hér.

Þá er hægt að fylgjast með á Facebook með því að nota #löggutíst