Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík með tvo erlenda leikmenn í vetur – Stefan Bonneau klár í slaginn

Njarðvíkingar munu tefla fram tveimur erlendum leikmönnum á næsta tímabili í Dominos-deildinni í körfuknattleik. Stefan Bonneau mun vera klár í slaginn strax í fyrata leik, sem er gegn Keflvíkingum, auk þess sem liðið er að landa samningum við erlendan miðherja. Þetta kemur fram í pistli sem Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ritaði á Facebook-síðu deildarinnar.

Stefan Bonneau mun koma til landsins um miðjan sept n.k. Deildin gerði 2ja mánuða reynslusamning við þennan frábæra leikmann og viljum við með því gefa honum og okkur tækifæri til að sjá hvort hann hafi náð sér af erfiðum meiðslum. Hann verður klár strax í fyrsta leik á móti erkifjendunum úr Keflavík en þannig hefst mótið í byrjun okt. Að auki er deildin að ná samningum við annan erlendan leikmann, bandarískan miðherja. Hann verður ekki kynntur til leiks fyrr en hann stígur út úr flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli nú í sept ef allt gengur að óskum. Segir Gunnar meðal annars í pistlinum sem finna má hér fyrir neðan í heild sinni.