Nýjast á Local Suðurnes

Vilja bæta fjórum hæðum ofan á Hafnargötu 29

Eigendur Hafnargötu 29 í Reykjanesbæ hafa óskað eftir því við Umhverfis- og skipulagsráð sveitarfélagsins að gerðar verði breytingar á byggingarreit lóarinnar, sem meðal annars hýsir skemmtistað og verslanir.

Til stendur að byggja fjórar hæðir ofan á núverandi verslunarhúsnæði og koma þar fyrir 16 íbúðum, fáist til þess leyfi. Einnig er gert ráð fyrir bílageymslu á baklóð með að minnsta kosti 16 stæðum. Samtals er sótt um stækkun húsnæðisins sem nemur allt að 2000 fermetrum.

Ráðið tekur vel í erindið en í fundargerðum þess kemur fram að málið mun þurfa að senda í grenndarkynningnu og óskar ráðið eftir gögnum í samræmi við það.