Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á mikla stækkun Plastgerðarinnar

Plastgerð Suðurnesja ehf. og Ásbrú fasteignir ehf. hafa óskað eftir skilgreindum 2.600 fermetra byggingareit á lóðinni Grænásbraut 501 til stækkunar á húsnæði sem fyrir er á lóðinni.

Fyrir á lóðinni er 4.730 fermetra bygging og óska fyrirtækin eftir leyfi til stækkunar í um 7.330 fermetra og að nýtingahlutfall lóðar verði þannig 0,26.

Þar sem umrædd lóð er mjög stór er ljóst að samanlagt umfang bygginga verður umtalsvert. Umhverfis- og skipulagsráð veitir framkvæmdaaðila heimild til að gera tillögu að deiliskipulagi á síðasta fundi sínum.

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing festi kaup á Plast­gerð Suður­nesja ehf. og Borgarplasti hf. á síðasta ári, en bæði fé­lög­in eru leiðandi í fram­leiðslu á vör­um úr frauði og framleiða meðal annars húsa­ein­angr­un og frauðkassa til út­flutn­ings á fersk­um fiskaf­urðum og öðrum mat­væl­um.