Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarlegt álag á afgreiðslu HSS – Fólk sýni biðlund

Athygli er vakin á því á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gríðarlegt álag sé á símkerfi og afgreiðslu stofnunarinnar þessa dagana vegna fyrispurna um COVID-smit og sýnatökur og er fólk beðið um að sýna biðlund og hafa samband við stofnunina í gegnum Heilsuveru (heilsuvera.is) ef illa gengur að ná í gegn í síma.

Þá er tekið fram í tilkynningunni að þau sem eru einkennalítil eða einkennalaus bíði með að hafa samband ef hægt er, enda er ekki verið að taka COVID-sýni úr einkennalausum á heilsugæslum eins og stendur.