Nýjast á Local Suðurnes

Byggðu pizzaofn til afnota fyrir bæjarbúa

Fjöllistahópurinn Hughrif í bæ setti upp útigrill og pizzaofn á pakkhúsreitnum í Reykjanesbæ í sumar, en svæðið er afar líflegt og tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að fara þangað og gera sér glaðan dag.

Bæjarbúar eru hvattir til þess að nýta sér ofninn og minntir á að það þarf að fylla Pizzaofninn vel af kolum, tvo poka eða meira, svo hann hitni vel. Kolin má setja í hrúgu innst í ofninn en ekki ofan á sjálfan pizzasteininn, segir í færslu á Facebook-síðu Reykjanesbæjar. Fólk er svo hvatt til að mæta með tilbúnar pizzur eða tilbúið deig og útbúa máltíð á staðnum.