Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Elín tekjuhæst á alþingi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis er tekjuhæsti alþingismaðurinn, með rúmar 1,6 milljónir í mánaðarlaun, rétt rúmlega það sem forsætisráðherra fær en hann er með tæplega 1,6 milljónir á mánuði í laun samkvæmt tekjublaðinu.

ragnheidur elin

Ragnheiður Elín er tekjuhæst allra á þingi

Ragnheiður Elín er einnig sá ráðherra sem ferðast hefur hvað mest síðan ný ríkisstjórn tók við völdum, hún hefur verið 84 daga á ferðalagi í embættiserindum frá maí 2013, með henni í för hefur verið fylgdarlið á vegum ráðuneytisins í öllum ferðum nema einni, sem var dagsferð í tengslum við fyrsta flug WOW Air til Washington, það er jafnframt sú ferð sem kostaði minnst, eða 12.977 krónur.

Ferðalög Ragnheiðar og fylgdarliðs í embættiserindum hefur kostað Ríkissjóð tæplega 20 milljónir króna, dýrasta ferðin var farin til Ástralíu á ráðstefnu um orkumál,World Geothermal Congress, en þar dvaldi ráðherrann í 7 daga ásamt 3 fylgdarmönnum og kostaði sú ferð ráðuneytið um 3 milljónir.