Nýjast á Local Suðurnes

Óli Geir græddi milljónir á Eurovision og Nelson

Plötusnúðurinn, einkaþjálfarinn og skemmtanahaldarinn Óli Geir gerði sér lítið fyrir og veðjaði á sigur Úkraínu í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Óli Geir lagði 1.000 pund eða um 180.000 krónur undir á sigur Úkraínu með stuðulinn 17, þetta skilaði kappanum 17.000 pundum til baka eða rétt rúmlega þremur milljónum króna. Þetta kemur fram á vefmiðlinum menn.is

Óli Geir hefur verið iðinn við kolann í tippinu en samkvæmt Fésbókarsíðu kappans lagði hann einnig einhverjar krónur undir á bardaga Gunnars Nelson á dögunum, en þar var stuðullinn 9. Ekki kemur fram hvað plötusnúðurinn fékk í sinn hlut í því veðmáli.