Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á stofnun bílastæðasjóðs

Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að á henni eru bílar

Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að stofnun bílastæðasjóðs í sveitarfélaginu.

Stofnun bílastæðasjóðs hefur lengi verið í bígerð en tilgangur slíks sjóðs er að halda utan um gjöld, innheimtu og kostnað við bílastæði á bæjarlandi og rekstur á bílastæðum í eigu sveitarfélagsins. Þá gerir stofnun slíks sjóðs það mögulegt að fylgja eftir reglum sem sveitarfélagið setur um óheimilar eða tímabundnar bifreiðastöður með sektum. Einnig ef ástæða þykir til hefði sjóðurinn umsjón með styrkjum til íbúa og lóðarhafa til að útbúa bílastæði ef ástæða þykir til.

Lagt er til að stofnaður verði starfshópur með tengingu við umhverfis- og skipulagsráð og bæjarráð, sem kannar fýsileika og ákveði verkefni sjóðsins.

Verði tekin ákvörðun um stofnun sjóðsins verði honum sett stjórn sem mótar reglur og starfshætti. Tekjur sjóðsins rynnu til rekstrar hans og afgangur í bæjarsjóð, segir í fundargerð.