Nýjast á Local Suðurnes

Það vantar ekkert Malt í Njarðvíkurstúlkur – Komnar í gírinn fyrir bikarleik gegn Grindavík

Njarðvíkingar hafa heldur betur komið á óvart í kvennakörfunni það sem af er tímabils, liðið er í fjórða sæti Dominos-deildarinnar þegar sjö umferðir hafa verið leiknar, en liðinu var spáð einu af neðstu sætunum fyrir tímabilið.

Njarðvíkurstúlkur hafa undanfarna daga unnið að því að koma sér í rétta gírinn fyrir leik í Malt-bikarnum gegn Grindavík, sem fram fer á heimavelli þeirra síðarnefndu, Mustad-höllinni, á sunnudaginn klukkan 16.

Á meðal þess sem stúlkurnar hafa gert er að fara saman út að borða og tekið á því í yoga – Þær skelltu svo í sína útgáfu af víkingaklappinu alræmda og biðluðu í leiðinni til stuðningsmanna liðsins að mæta til Grindavíkur og styðja sitt lið.