Nýjast á Local Suðurnes

Heimsleikarnir: Styttist í einstaklingskeppnina – Leynd hvílir yfir fyrstu greinunum

Ein­stak­lingskeppni kvenna og karla á heims­leik­un­um í cross­fit hefst í Los Ang­eles í nótt. Kepp­end­ur verða ræst­ir út fyr­ir sól­ar­upp­rás í Car­son þar sem leik­arn­ir fara fram en vita ekki fyr­ir víst hvaða þraut­ir bíða þeirra, þó er vitað að keppt verður í 500 metra sundkeppni, þar sem allir keppendu synda á sama tíma.

Kepp­end­um hefur verið tilkynnt að þeir skulu vera mætt­ir upp í rútu klukk­an 03:30 að staðar­tíma í Car­son. Sam­kvæmt dag­skrá leik­anna hefst form­leg keppni í kvenna- og karla­flokki klukk­an 15:00 að ís­lensk­um tíma.

Athyglisvert: Grindavík 1,35 – Jafntefli 5,5 – Keflavík 7,5

Dave Castro, fram­kvæmda­stjóri heims­leik­anna greini frá því á fundi með keppendum að notuð verði á leik­un­um áður óþekkt tæki í grein­inni, svo sem græj­ur fyr­ir þriggja manna rétt­stöðulyftu – Hann fór þó ekki út í hvaða breytingar á tækjum yrðu kynntar til leiks í einstaklingskeppninni.