Nýjast á Local Suðurnes

Unnu skemmdarverk á sjónvarps- og nettengingum á Ásbrú

Skemmdarverk voru unnin á skápum sem hafa að geyma tengingar Kapalvæðingar fyrir sjónvarp og internet á Ásbrú um helgina og var töluvert um sjónvarp og net hafi legið niðri um stund eða að íbúar í einhverjum hverfum hafi orðið varir við töluverðar truflanir vegna þessa.

Í tilkynningu frá Kapalvæðingu sem birt er í lokuðum Facebook-hóp íbúa á Ásbrú kemur fram að grunur leiki á að börn eða unglingar hafi komist í umrædda skápa og unnið skemmdir á tengingum og vill Kapalvæðing brýna fyrir fólki að ræða við börn sín um þessi mál.

 “Við viljum brýna fyrir íbúum Ásbrúar að láta götuskápana frá okkur í friði og láta börnin ykkar vita að það er ekki góð hugmynd að leika sér að því að brjótast inní þá og toga og hræra í þessum tengingum.” Segir í tilkynningunni.