Nýjast á Local Suðurnes

Hrósað og skammast í kjölfar viðtals um málefni flóttafólks

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar - Mynd: Skjáskot RÚV

Kjartan Már Kjartansson , bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mætti í viðtal í Kastljós á dögunum, hvar rætt var um málefni fólks á flótta og stöðu sveitarfélaga í málaflokknum. Kjartan segist í stöðufærslu á Facebook sjaldan eða aldrei fengið eins mikil viðbrögð og eftir viðtalið.

Í færslunni, sem sjá má í heild hér fyrir neðan, segir Kjartan fólk bæði hrósa og skammast í umræðunni, enda málaflokkurinn umdeildur. Þá segir Kjartan Már það vera sína skoðun að við Íslendingar eigum að axla samfélagslega ábyrgð og veita fólki, sem raunverulega er í neyð, góða og vandaða aðstoð og þjónustu.

Ég hef sjaldan eða aldrei fengið eins mikil viðbrögð og eftir Kastljós sl. mánudagskvöld. Fólk ýmist hrósar eða skammast enda mjög skiptar skoðanir um hvernig rétt sé að höndla málefni fólks á flótta. En bara svo það sé á hreinu þá er mín skoðun sú að við Íslendingar eigum að axla þá samfélagslegu ábyrgð að veita fólki, sem raunverulega er í neyð, góða og vandaða aðstoð og þjónustu. Til þess að það sé hægt þarf að jafna álag á innviði og dreifa fólkinu víðar. Það þurfa sem sagt FLEIRI SVEITARFÉLÖG að taka þátt í verkefninu. Auk þess þarf að auka skilvirkni og stytta tímann sem tekur að meta umsóknir svo hægt sé að senda þá sem EKKI eiga rétt á vernd, samkvæmt þeim lögum og reglum sem alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um, sem fyrst til baka en sinna hinum vel sem eiga rétt á, þurfa og fá vernd.
Góðar stundir, segir bæjarstjórinn á Facebook.