Nýjast á Local Suðurnes

Gott framboð á lóðum í einu best rekna sveitarfélagi landsins

Grindavíkurbær hefur regulega birt lista yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu. Hann má nú nálgast á undirsíðu á vefsíðu sveitarfélagsins.

Í Grindavík er hagsætt að byggja en kostnaður vegna nýbygginga er í algjöru lágmarki hjá sveitarfélaginu. Þeir sem vilja byggja í Grindavík þurfa einungis að inna af hendi lágt lóðaúthlutunargjald og greiða síðan gatnagerða- og tengigjöld. Gott framboð er af lóðum af ýmsum toga þessa dagana í Grindavík, hvort sem menn hafa áhuga á að byggja einbýli, parhús, raðhús eða fjölbýli.

Einnig eru lausar lóðir sem skipulagðar hafa verið fyrir verslun- og þjónustu og þá eru lausir byggingareitir í hestahúsahverfinu.

Grindavík var á síðasta ári ofarlega á lista yfir best reknu sveitarfélög landsins.

smella hér til þess að nálgast listann.