Nýjast á Local Suðurnes

Leggja til 55 milljónir króna vegna salernisaðstöðu

Grindavíkurbær gerir ráð fyrir að leggja til 55 milljónir króna vegna framkvæmda við knattspyrnuhöllina Hópið.  Á fjárhagsáætlun 2017 gert ráð fyrir að þessir fjármunir verði nýttir til að gera salernisaðstöðu og veitingasölu við Hópið.

Þó þarf að breyta þarf þeirri hönnun sem knattspyrnudeildin hefur látið vinna þannig að hægt sé að hefja þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni, segir í fundargerð bæjarráðs um málið.

Þá fékk Knattspyrnudeild Grindavíkur tæplega 11 milljónir króna frá KSÍ vegna árangurs landsliðsins á EM í Frakklandi og munu þeir fjármunir einnig verða notaðir í uppbyggingu á knattspyrnusvæðinu í Grindavík.