Nýjast á Local Suðurnes

Tinna fundin: “Syrgjum Tinnu okkar”

Eigendur hundsins Tinnu, sem leitað hefur verið að frá því um áramót, hafa greint frá því að Tinna hafi fundist við smábátahöfnina í Keflavík. Greinilegt er að dauði hennar var af mannavöldum og grimmdarverk hafi verið unnið en Tinna fannst undir 10 kílóum af grjóti.

Það er DV.is sem greinir frá því að Tinna hafi fundist, og hefur vefurinn eftir eigandanum að þau séu sorgmædd og reið, en um leið þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina.

“Við erum sorgmædd og reið, en af sama skapi er léttir að Tinna okkar sé komin heim. Sérhvert foreldri veit hvað það er erfitt að vita ekki um tilvist barnsins síns. Tinna var okkur allt, og þar með eins og barnið okkar þar sem hún fylgdi okkur hvert fótspor.

„Frá okkar dýpstu hjartarótum þá þökkum við ykkur öllum fyrir aðstoðina og hugulsemina sem þið hafið sýnt okkur í þessari leit. Ég get aldrei launað ykkur öllum þennan tíma með öðru en orðum sem eru: Þið eruð frábær!”