Nýjast á Local Suðurnes

Of Monsters And Men náðu ekki að næla í Grammy verðlaunin

Hljómsveitin Of Monsters and Men var tilnefnd til bandarísku Grammy-verðlaunanna fyrir plötu sína Beneath the Skin í flokki umbúðahönnunar á viðhafnarútgáfum, þar átti hljómsveitin í samkeppni við ekki ómerkari hljómsveitir en The Rolling Stones, Greatful Dead og Father John Misty.

Enginn af ofangreindum hljómsveitum náði hinsvegar að hreppa hnossið að þessu sinni, því safnplatan The Rise & Fall of Paramount Records, Volume Two (1928-32) var best að mati dómnefndar.